top of page

SÁLFRÆÐIMEÐFERÐ

Sálfræðimeðferð fer yfirleitt fram í einstaklingsviðtölum en ennfremur er boðið uppá para- og hópmeðferð.  Meðferðarvinna grundvallast á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar þar sem skoðað er samhengi milli hugsana, tilfinninga og hegðunar.  

 

Fjöldi viðtala og lengd meðferðar fer eftir eðli vandans og er ákvarðað í hverju tilviki fyrir sig.  Ekki er þörf á tilvísun frá lækni til að bóka viðtal.  

 

Sumir sem leita sér sálfræðimeðferðar glíma við klínískt þunglyndi, kvíða, streitu eða önnur vandamál.  Aðrir sem leita sér hjálpar geta verið að takast á við vægari einkenni depurðar eða kvíða, tilfinningavanda, samskiptaörðugleika eða eru almennt að takast á við mótlæti í lífinu.

Sálfræðingar METIS - sálfræðiþjónustu taka vel á móti þér og aðstoða þig við að takast á við þinn vanda.

bottom of page