top of page
IMG_3249_edited.jpg

ANNA LILJA SIGURVINSDÓTTIR

Sálfræðingur

Anna Lilja hefur starfað sem sálfræðingur frá 2018. Hún lauk BA prófi í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri 2010, kennslufræðum til kennsluréttinda í grunn-og framhaldsskóla 2011 og MS prófi í klínískri sálfræði með áherslu á sálmein og meðferð barna, árið 2018. Starfsnám Önnu Lilju fór fram á þjónustumiðstöð Breiðholts.

 

Á árunum 2018-2023 hefur Anna Lilja starfað sem sálfræðingur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN). Anna Lilja hefur sinnt greiningu og meðferð kvíðaraskanna barna auk þess að sinna meðferð fullorðinna. Anna Lilja starfar nú sem sálfræðingur í Geðheilsuteymi HSN. Auk þess hefur Anna Lilja verið sjálfstætt starfandi sálfræðingur frá 2022, þar sem hún hefur sinnt þroskamötum og ADHD greiningum barna.

 

Anna Lilja hefur sótt fjölda námskeiða um greiningu  og meðferð sálrænna erfiðleika, t.d.  áfallastreitu bæði hjá fullorðnum og ungmennum, ýmsum kvíðaröskunum, þunglyndi unglinga og fullorðinna auk þess hefur hún sótt námskeið um foreldramiðaða kvíðameðferð fyrir börn 5-12 ára. Anna Lilja hefur einnig farið í gegnum SOS uppeldisnámskeið og PMT-O fyrir fagaðila.  

Í meðferð leggur hún áherslur á hugræna atferlismeðferð (HAM – Cognitive Behavioral Therapy) og hugræna úrvinnslumeðferð (HÚM – Cognitvie process therapy) við áfallastreituröskun. 

Anna Lilja býður upp á meðferð barna og fullorðinna. Helstu áherslusvið Önnu Lilju eru meðferð við kvíðaröskunum, þunglyndi, lágu sjálfsmati og áfallastreituröskun. 

bottom of page