top of page

GREININGAR

Margar ástæður liggja að baki komu til sálfræðings.  Sumir koma vegna afmarkaðs vanda en aðrir vegna óljósra erfiðleika sem trufla líðan.  Oft er óskað eftir aðstoð vegna afmarkaðra erfiðleika t.d. vegna kvíða, þunglyndis, streitu eða samskiptavanda en einnig er algengt er fólk eigi erfitt með að átta sig á ástæðum fyrir sinni vanlíðan. Því er mikilvægt að kortleggja vandann vel og við upphaf meðferðar er nauðsynlegt að hafa greinagóðar upplýsingar um sögu viðkomandi.  Sálfræðingar METIS - sálfræðiþjónustu sinna allri almennri greiningarvinnu.

 

 

Greindarpróf (mat á vitsmunaþroska)

Hjá METIS - sálfræðiþjónustu er boðið upp á greiningu á vitsmunaþroska frá þriggja ára aldri til fullorðinsára.  Þegar um er að ræða börn á leikskólaaldri er lagt fyrir WPPSI-R prófið en fyrir börn á grunnskólaaldri er lagt fyrir prófið WISC-IV.  Prófin WAIS-III og WASI eru notuð þegar meta á greind fullorðinna.

bottom of page