top of page

FYRSTA VIÐTAL

Það er eðlilegt að finna fyrir óöryggi í fyrsta viðtali en sálfræðingar METIS - sálfræðiþjónustu munu taka vel á móti þér og útskýra hvernig viðtölin fara fram.  Í fyrsta viðtali er farið yfir stöðuna og væntingar auk þess sem sálfræðingur útskýrir reglur um trúnað.  Í meðferðarvinnu er lögð áhersla á að byggja upp góð tengsl og samvinnu í átt að skýrum markmiðum.  

FYRIR BÖRN

Þegar fyrsta viðtal er bókað fyrir börn er ákveðið hvort forráðamaður komi án barns, með barnið með sér eða hvort ungmenni óskar eftir viðtali án forráðamanns.  Ef forráðamenn mæta með barni eru þeir ýmist með í byrjun viðtals eða allan tímann en það fer eftir þörfum og óskum fjölskyldunnar.  

Ef um er að ræða börn yngri en 10 ára er mælt með að forráðamaður mæti án barns í fyrsta viðtal.  Það gefur betra næði til að ræða stöðuna og leggja á ráðin með framhaldið.  

Ef ungmenni yngri en 16 ára óskar eftir að vera eitt í viðtali er oft gott að annar eða báðir forráðamenn mæti einnig þó barnið sé eitt inni. 

Áður en komið er í fyrsta viðtal fylla forráðamenn út komublað sem nálgast má hér en þar er að finna mikilvægar upplýsingar fyrir meðferðaráætlun sálfræðingsins.  

FYRIR FULLORÐNA

Eftir 18 ára aldur er annarskonar komublað fyllt út sem má nálgast hér.  Gott er að koma með eyðublaðið útfyllt í fyrsta viðtal en einnig er mögulegt að fylla það út við fyrstu komu.

Greiðslur fara fram við lok hvers viðtals.  Viðtalstíminn er 50 mínútur og kostar 20.000 krónur.  Ekki er tekið við debet- og kreditkortum heldur er útbúin krafa í heimabanka viðkomandi.

  

Flest stéttarfélög greiða niður þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga.  Hafðu samband við þitt stéttarfélag til að fá frekari upplýsingar.

AFBÓKANIR

Afbóka þarf viðtalstíma með sólarhrings fyrirvara. Breyta má tímabókun og/eða afbóka viðtalstíma með tölvupósti eða SMS til viðkomandi sálfræðings.  Ef ekki er mætt í viðtal eða ef viðtalstími er afbókaður með styttra en sólarhrings fyrirvara verður innheimt hálft gjald með reikningi í heimabanka.  Í þeim tilvikum þegar ekki er mætt í viðtalstíma sem greiðast skal af aðilum á borð við sjúkratryggingum eða félagsþjónustu þá ber einstaklingurinn ábyrgð á greiðslu kostnaðar og reikningur verður sendur í heimabanka viðkomandi.

bottom of page