top of page

MATSSTÖRF FYRIR DÓMSTÓLUM

Eyrún Kristína sálfræðingur er reynslumikil í matsstörfum tengt forsjár- og umgengnismálum hjá dómstólum og barnaverndaryfirvöldum.  Í þeirri vinnu hefur hún gegnt stöfum sem dómkvaddur matsmaður, yfirmatsmaður og sérfróður meðdómari fyrir héraðsdómstólum og Landsrétti.  Slík störf eru yfirgripsmikil og krefjast agaðra vinnubragða sem byggja á mikilli þekkingu á sálfræðilegum viðfangsefnum og réttarkerfi landsins.  

 

Dómkvaddir matsmenn eru skipaðir af dómsstólum fyrir tilstilli lögmanna eða dómara.  Einnig leita starfsmenn barnaverndarnefnda eftir sérfræðiþjónustu vegna mála sem rekin eru fyrir barnaverndarnefndum.  

 

 

Hjalti Jónsson og Elín Díanna Gunnarsdóttir hafa sinnt störfum fyrir dómstóla og barnaverndarnefndir þegar reynir á 43. grein barnalaga varðandi réttindi barna til að láta í ljós skoðanir í málum sem þau varða t.d. í forsjármálum.  

bottom of page