top of page
eyrun_kristina.jpg
EYRÚN KRISTÍNA GUNNARSDÓTTIR

Sálfræðingur

Eyrún Kristína býður upp á meðferð barna og fullorðinna auk ráðgjafar fyrir aðstandendur og fræðslu fyrir hópa.

 

Eyrún Kristína útskrifaðist sem sálfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2003. Lokaverkefni hennar til BA-prófs var stöðlun á Ravens-prófinu fyrir íslensk börn á skólaaldri og lokaverkefni til Cand. Psych. prófs var prófið Orðalykill.  Á námsárunum starfaði hún hjá félagsþjónustu Akureyrar m.a. við barnavernd og málefni fatlaðra.  Að útskrift lokinni starfaði hún sem stundarkennari við Háskóla Íslands og á barna- og unglingageðdeild Sjúkrahússins á Akureyri í 10 ár þar sem hún sinnti greiningum og meðferð helstu geð- og hegðunarraskana.  Auk þess veitti hún ráðgjöf til foreldra og stýrði fræðslunámskeiðum fyrir foreldra barna með ADHD.  Árið 2013 hóf hún rekstur METIS-sálfræðiþjónustu.  

 

Eyrún Kristína hefur sótt fjölda námskeiða um greiningu og meðferð sálrænna erfiðleika.  Í meðferðarvinnu leggur hún áherslu á aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (Cognitive Behavioral Therapy, HAM) auk samkenndarmeðferðar (Compassion Focused Therapy, CFT).  Um árabil hafði hún umsjón með hópmeðferðinni Klókir krakkar og námskeiðinu Klókir litlir krakkar auk þess sem hún hefur réttindi fyrir leiðbeinendanámskeiðið Uppeldi barna með ADHD.  Þá hefur hún haldið fjölda fyrirlestra og sinnt fræðslu fyrir börn, foreldra, kennara og starfsfólk grunn- og leikskóla m.a. um líðan barna, kvíða, sjálfsmynd og félagsfærni.  

 

Eyrún Kristína hefur undanfarin ár komið í auknum mæli að matsstöfum fyrir dómskerfið og barnaverndarnefndir.  Þar hefur hún m.a. sinnt störfum dómkvadds matsmanns, yfirmatsmanns og sérfróðs meðdómara í forsjármálum.  

Eyrún Kristína er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi Sálfræðinga á Norður- og Austurlandi, Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga og Félagi um hugræna atferlismeðferð.  Eyrún Kristína sat í stjórn Félags sálfræðinga á Norður- og Austurlandi frá stofnun þess 2013 til ársins 2015 og var m.a. í undirbúningshópi fyrir ráðstefnu um sálfræði sem félagið hélt í samvinnu við Háskólann á Akureyri.  Undanfarin ár hefur hún verið í samstarfi við Sálfræðideild Háskóla Íslands og sinnt handleiðslu og starfsþjálfun sálfræðinema á framhaldsstigi.

Eyrún Kristína er aðili að rammasamningi sálfræðinga og Sjúkratrygginga Íslands sem heimilar niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem nánari má lesa um hér.  

bottom of page