Einar hefur starfað sem sálfræðingur frá 2018. Hann lauk BA prófi í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2015 og MS prófi í klínískri sálfræði, með áherslu á sálmein og meðferðir fullorðinna, árið 2018. Starfsnám Einars fór fram á réttar- og öryggisgeðdeildinni á Kleppi ásamt því að hann starfaði innan transteymis Landspítalans.
Á árunum 2019-2021 starfaði Einar hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) þar sem hann sinnti bæði fyrstu línu þjónustu og annarrar línu þjónustu sem starfsmaður Geðheilsuteymis HSN. Einar starfar einnig í Háskólanum á Akureyri þar sem hann m.a. veitir nemendum sálfræðiþjónustu, heldur fyrirlestra og stendur fyrir hópnámskeiðum.
Helstu verkefni og áhugasvið Einars eru að sinna hugrænni atferlismeðferð við kvíða, þunglyndi, áfallastreituröskun og lágu sjálfsmati.